fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Ræddu fund Gylfa og Hareide – „Mér hefur eiginlega snúist hugur“

433
Laugardaginn 20. maí 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.

Age Hareide landsliðsþjálfari karla sagði á dögunum í viðtali við mbl.is að hann vildi fá Gylfa Þór Sigurðsson aftur í landsliðið.

Gylfi hefur ekki spilað síðan hann var með Everton vorið 2021.

„Ég sagði fyrir viku að ég héldi að Gylfi myndi hætta. Mér hefur eiginlega snúist hugur. Ég held að hann sé að gefa sér smá tíma og taki svo fram skóna aftur,“ sagði Hrafnkell í þættinum.

Brynjar tók til máls.

„Þetta fer illa með menn. Menn eru kannski andlega laskaðir eftir svona, sem getur vel verið að hann sé án þess að ég hafi hugmynd um það. En ef kollurinn er ekki alveg í lagi eftir þetta þá nærðu heldur engum árangri.

En miðað við aldur á hann nokkur góð ár eftir og ég myndi gjarnan vilja sjá hann á knattspyrnuvellinum. Hann var í mínum huga algjör yfirburðamaður í þessu landsliði okkar. Maður veit samt ekki. Þetta var auðvitað gífurlegt áfall.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture