Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Það er enn óljóst hver kaupir Manchester United. Talið er að það verði Sir Jim Ratcliffe eða Katarinn Sheikh Jassim.
Sá síðarnefndi lagði fram 5,5 milljarða punda tilboð á dögunum og er talið að það sé hans síðasta.
„Ég held að það yrði betra að fá Íslandsvininn. Ég hef ofboðslega lítinn tíma fyrir þessa auðkýfinga frá Sádi-Arabíu og Katar,“ segir Brynjar, en Ratcliffe hefur oft komið hingað til lands.
„Ég vil að Bretarnir séu með þetta sjálfir. Þetta er kannski orðinn slíkur business að það þýðir ekki að tala svoleiðis. Peningarnir tala.“
Umræðan í heild er í spilaranum.