fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Dramatík er Liverpool náði í stig á Anfield – Casemiro hetja Manchester United

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 16:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool náði ekki að komast í Meistaradeildarsæti í dag er liðið mætti Aston Villa á heimavelli sínum, Anfield.

Liverpool var lengi vel undir í þessum leik en jafnaði metin undir lok leiks er Roberto Firmino kom boltanum í netið.

Stigið gerir þó eitthvað fyrir Liverpool sem er þremur stigum á eftir bæði Manchester United og Newcastle.

Aston Villa mun naga sig í handabökin að hafa ekki unnið þennan leik í baráttu um Evrópusæti en Ollie Watkins klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór framhjá markinu.

Liverpool er með betri markatölu en United sem á þó leik til góða eftir 1-0 sigur á Bournemouth í dag þar sem Casemiro tryggði sigur.

Everton náði í stig gegn Wolves á sama tíma á dramatískan hátt en jöfnunarmark liðsins var skorað á 97. mínútu af Yerry Mina.

Everton er nú tveimur stigum frá fallsæti en hefur leikið leik meira en liðin fyrir neðan sig.

Þá áttust Fulham og Crystal Palace við en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli á Craven Cottage.

Liverpool 1 – 1 Aston Villa
0-1 Jacob Ramsey(’27)
1-1 Roberto Firmino(’90)

Bournemouth 0 – 1 Manchester United
0-1 Casemiro(‘9)

Fulham 2 – 2 Crystal Palace
0-1 Odsonne Edouard(’34)
1-1 Aleksandar Mitrovic(’45, víti)
2-1 Aleksandar Mitrovic(’61)
2-2 Joel Ward(’83)

Wolves 1 – 1 Everton
1-0 Hee Chan Hwang(’34)
1-1 Yerry Mina(’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona