Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.
Valur hefur farið afar vel af stað í Bestu deild karla en féll úr leik í bikarnum gegn Grindavík á dögunum.
Brynjar er mikill Valsari. „Þetta segir mér hvað hausinn skiptir miklu máli. Af hverju taparðu á heimavelli fyrir Grindavík?
Það verður eitthvað vanmat. Þeir hafa verið yfirburðarlið í síðustu leikjum og menn fara halda að hlutirnir gerist að sjálfu sér. Það gerist bara ekki þannig.“
Hrafnkell vildi sjá Arnar Grétarsson þjálfara tefla fram sínu sterkasta liði gegn Grindavík.
„Mér fannst það bara bull. Þeir eiga Keflavík í næsta leik. Keflavík eru í dag bara á verri stað en Grindavík.“
Brynjar var sammála en hrósaði sínum mönnum þó fyrir frammistöðuna í deildinni.
„Það er gaman að horfa á þá. Það eru svo flinkir menn þarna.“
Umræðan í heild er í spilaranum.