Josko Gvardiol varnarmaður RB Leipzig er efstur á óskalista Pep Guardiola í sumar til að styrkja liðið.
Gvardiol er 21 árs gamall Króati en hann vakti athygli fyrir vaska framgöngu á HM í Katar.
Leipzig hefur sett 85 milljóna punda verðmiða á Gvardiol sem City ætti að geta borgað.
Gvardiol er þá ætlað að fylla skarð Aymeric Laporte sem er á förum en hann hefur spilað lítið sem ekkert undanfarið.
Að auki vill Guardiola fá inn miðjumann í sumar en líklega fer Ilkay Gundogan eða Bernardo Silva í sumar.