fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Arsenal undirbýr fyrsta tilboð – Mögulega tveir miðjumenn á leiðinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. maí 2023 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er að undirbúa sitt fyrsta tilboð í Declan Rice. Fabrizio Romano greinir frá þessu.

Rice hefur verið sterklega orðaður frá West Ham undanfarið og virðist Arsenal líklegasti áfangastaðurinn.

Félagið þarf hins vegar að reiða fram alvöru summu fyrir Rice þar sem West Ham biður um 120 milljónir punda fyrir þjónustu hans.

Rice er fyrirliði West Ham og lykilmaður en mun líklega leita annað í sumar. Hann á ár eftir af samningi sínum en Hamrarnir geta framlengt hann um eitt ár til viðbótar.

Arsenal vill styrkja miðsvæði sitt í sumar og segir Romano að allt að tveir miðjumenn gætu mætt á Emirates.

Arsenal mun ekki fara í viðræður um Rice strax af virðingu við West Ham. Síðarnefnda liðið er á leið í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í júní og þarf Rice að einbeita sér að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ