fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ótrúlegt atvik í gærkvöldi náðist á myndband – Fyrrum leikmaður United í hörðum deilum við starfsmenn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra fyrrum varnarmaður Manchester United átti í hörðu rifrildi við starfsmenn Manchester City eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær.

„Hann var að horfa á mig og ég spurði hann hvað væri málið. hann sagði að þessi sigur væri fyrir mig, hann sagði að ég hefði sagt í fyrra að City hefði gert í buxurnar í Meistaradeildinni en það gerðu þeir ekki í ár,“ sagði Evra um rifrildið.

City er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á þremur árum eftir afar sannfærandi sigur á Real Madrid í gær.

Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Madríd. Það kom fljótt í ljós í hvað stefndi. Bernardo Silva kom City yfir á 23. mínútu. Stundarfjórðungi síðar var hann aftur á ferðinni með mark.

Staðan í hálfleik 2-0 og heimamenn afar sannfærandi. Úrslitin voru endanlega ráðin þegar Eder Militao setti boltann í eigið net á 76. mínútu. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Julian Alvarez fjórða mark City í uppbótartíma.

Evra sem var lengi leikmaður United starfaði sem sérfræðingur á leiknum en reifst harkalega við starfsmenn City eftir leik.

Atvikið er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo