Víkingur R. og KA eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir sigra í dag.
Víkingur tók á móti Gróttu og vann nauman sigur.
Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 12. mínútu en nokkrum mínútum síðar jafnaði Arnar Þór Helgason fyrir gestina.
Það var svo Logi Tómasson sem gerði sigurmark leiksins á 54. mínútu leiksins. Lokatölur 2-1.
KA heimsótti HK í Bestu deildarslag.
Ívar Örn Árnason kom gestunum yfir snemma leiks og varð staða þeirra enn vænlegri eftir stundarfjórðung þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr víti.
Hann fékk tækifæri til að skora úr öðru víti snemma í seinni hálfleik en klikkaði.
Það kom ekki að sök. Bjarni Aðalsteinsson gerði endanlega út um leikinn fyrir KA með marki á 85. mínútu.
Örvar Eggertsson klóraði í bakkann fyrir HK seint í leiknum. Lokatölur 1-3.