fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Grindvíkingar hentu Val úr leik – Stjarnan með stórsigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Grindavík eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir góða sigra í dag.

Grindvíkingar heimsóttu Val og bjuggust flestir við sigri Bestu deildarliðsins.

Gestirnir spiluðu hins vegar frábærlega. Eftir rúman hálftíma leik kom Viktor Guðberg Hauksson þeim yfir.

Bjarki Aðalsteinsson bætti við marki fyrir leikhlé.

Staða Grindvíkinga varð enn vænlegri þegar Óskar Örn Hauksson skoraði ótrúlegt mark lengst utan af velli á 75. mínútu. 0-3.

Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn í 1-3 í blálokin en þar við sat.

Valur 1-3 Grindavík
0-1 Viktor Guðberg Hauksson
0-2 Bjarki Aðalsteinsson
0-3 Óskar Örn Hauksson
1-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson

Þá vann Stjarnan afar þægilegan sigur á Keflavík.

Adolf Daði Birgisson kom Garðbæingum yfir á heimavelli í dag eftir um stundarfjórðung.

Skömmu fyrir hállfleik setti Gunnlaugur Fannar Guðmundsson boltann svo í eigið net. Staðan í hálfleik 2-0.

Eggert Aron Guðmundsson gerði endanlega út um leikinn um miðjan seinni hálfleik með marki og þegar tíu mínútur lifðu leiks innsiglaði Emil Atlason 4-0 sigur Stjörnunnar.

Stjarnan 4-0 Keflavík
1-0 Adolf Daði Birgisson
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (sjálfsmark)
3-0 Eggert Aron Guðmundsson
4-0 Emil Atlason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts

Stefnir í að fyrrum leikmaður United verði liðsfélagi Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal