Stjarnan og Grindavík eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir góða sigra í dag.
Grindvíkingar heimsóttu Val og bjuggust flestir við sigri Bestu deildarliðsins.
Gestirnir spiluðu hins vegar frábærlega. Eftir rúman hálftíma leik kom Viktor Guðberg Hauksson þeim yfir.
Bjarki Aðalsteinsson bætti við marki fyrir leikhlé.
Staða Grindvíkinga varð enn vænlegri þegar Óskar Örn Hauksson skoraði ótrúlegt mark lengst utan af velli á 75. mínútu. 0-3.
Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn í 1-3 í blálokin en þar við sat.
Valur 1-3 Grindavík
0-1 Viktor Guðberg Hauksson
0-2 Bjarki Aðalsteinsson
0-3 Óskar Örn Hauksson
1-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson
Þá vann Stjarnan afar þægilegan sigur á Keflavík.
Adolf Daði Birgisson kom Garðbæingum yfir á heimavelli í dag eftir um stundarfjórðung.
Skömmu fyrir hállfleik setti Gunnlaugur Fannar Guðmundsson boltann svo í eigið net. Staðan í hálfleik 2-0.
Eggert Aron Guðmundsson gerði endanlega út um leikinn um miðjan seinni hálfleik með marki og þegar tíu mínútur lifðu leiks innsiglaði Emil Atlason 4-0 sigur Stjörnunnar.
Stjarnan 4-0 Keflavík
1-0 Adolf Daði Birgisson
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (sjálfsmark)
3-0 Eggert Aron Guðmundsson
4-0 Emil Atlason