fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Grindvíkingar hentu Val úr leik – Stjarnan með stórsigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Grindavík eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir góða sigra í dag.

Grindvíkingar heimsóttu Val og bjuggust flestir við sigri Bestu deildarliðsins.

Gestirnir spiluðu hins vegar frábærlega. Eftir rúman hálftíma leik kom Viktor Guðberg Hauksson þeim yfir.

Bjarki Aðalsteinsson bætti við marki fyrir leikhlé.

Staða Grindvíkinga varð enn vænlegri þegar Óskar Örn Hauksson skoraði ótrúlegt mark lengst utan af velli á 75. mínútu. 0-3.

Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn í 1-3 í blálokin en þar við sat.

Valur 1-3 Grindavík
0-1 Viktor Guðberg Hauksson
0-2 Bjarki Aðalsteinsson
0-3 Óskar Örn Hauksson
1-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson

Þá vann Stjarnan afar þægilegan sigur á Keflavík.

Adolf Daði Birgisson kom Garðbæingum yfir á heimavelli í dag eftir um stundarfjórðung.

Skömmu fyrir hállfleik setti Gunnlaugur Fannar Guðmundsson boltann svo í eigið net. Staðan í hálfleik 2-0.

Eggert Aron Guðmundsson gerði endanlega út um leikinn um miðjan seinni hálfleik með marki og þegar tíu mínútur lifðu leiks innsiglaði Emil Atlason 4-0 sigur Stjörnunnar.

Stjarnan 4-0 Keflavík
1-0 Adolf Daði Birgisson
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (sjálfsmark)
3-0 Eggert Aron Guðmundsson
4-0 Emil Atlason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar