fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Grindvíkingar hentu Val úr leik – Stjarnan með stórsigur

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 15:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Grindavík eru komin í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir góða sigra í dag.

Grindvíkingar heimsóttu Val og bjuggust flestir við sigri Bestu deildarliðsins.

Gestirnir spiluðu hins vegar frábærlega. Eftir rúman hálftíma leik kom Viktor Guðberg Hauksson þeim yfir.

Bjarki Aðalsteinsson bætti við marki fyrir leikhlé.

Staða Grindvíkinga varð enn vænlegri þegar Óskar Örn Hauksson skoraði ótrúlegt mark lengst utan af velli á 75. mínútu. 0-3.

Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn í 1-3 í blálokin en þar við sat.

Valur 1-3 Grindavík
0-1 Viktor Guðberg Hauksson
0-2 Bjarki Aðalsteinsson
0-3 Óskar Örn Hauksson
1-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson

Þá vann Stjarnan afar þægilegan sigur á Keflavík.

Adolf Daði Birgisson kom Garðbæingum yfir á heimavelli í dag eftir um stundarfjórðung.

Skömmu fyrir hállfleik setti Gunnlaugur Fannar Guðmundsson boltann svo í eigið net. Staðan í hálfleik 2-0.

Eggert Aron Guðmundsson gerði endanlega út um leikinn um miðjan seinni hálfleik með marki og þegar tíu mínútur lifðu leiks innsiglaði Emil Atlason 4-0 sigur Stjörnunnar.

Stjarnan 4-0 Keflavík
1-0 Adolf Daði Birgisson
2-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (sjálfsmark)
3-0 Eggert Aron Guðmundsson
4-0 Emil Atlason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum