Manchester City er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á þremur árum eftir afar sannfærandi sigur á Real Madrid í kvöld. Hér neðar má sjá hvað knattspyrnuáhugamenn hér heima höfðu að segja um leikinn.
Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Madríd.
Það kom fljótt í ljós í hvað stefndi. Bernardo Silva kom City yfir á 23. mínútu. Stundarfjórðungi síðar var hann aftur á ferðinni með mark.
Staðan í hálfleik 2-0 og heimamenn afar sannfærandi.
Úrslitin voru endanlega ráðin þegar Eder Militao setti boltann í eigið net á 76. mínútu.
Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Julian Alvarez fjórða mark City í uppbótartíma.
Lokatölur 4-0. Samanlagt 5-1.
City mætir Inter í úrslitaleiknum í Istanbúl. Liðið getur þar unnið keppnina í fyrsta skiptið í sögunni.
Djöfull á Man Utd eftir að rúlla þessu City liði upp í bikarnum! Hmmm? #fotboltinet
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) May 17, 2023
Guð blessi Inter og þeirra áhangendur 10.júní.
— Rikki G (@RikkiGje) May 17, 2023
Það er miklu betri stemmari á Ethiad en ég bjóst við. pic.twitter.com/x4XFwHIon1
— Magnus Thorir (@MagnusThorir) May 17, 2023
Heyrðu þeir rifu bara nýtt rassgat á Real maður lifandi
— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) May 17, 2023
Mitt lið💙 pic.twitter.com/SOXcLV11rv
— gulligull1 (@GGunnleifsson) May 17, 2023
Það eina sem gæti hugsanlega stoppað City er dómskerfið í Bretlandi. Þvílíkt fótboltalið!
— Einar Guðnason (@EinarGudna) May 17, 2023
💙
— Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson (@olafurorn) May 17, 2023
Real tókst alla vega að gjörsamlega slökkva í Haaland.
— Jói Skúli (@joiskuli10) May 17, 2023
Modric jakkafötin aftur inn í skáp. Smá hnjask. Hreinsun. Verða eins og ný á næsta tímabili. pic.twitter.com/JqUbpUNj9g
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) May 17, 2023
Vil minna fólk á að Man City tapaði fyrir Wigan í FA Cup final. Svo má heldur ekki gleyma að Darmian og Mkhitaryan eru í þessu Inter liði.
— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) May 17, 2023
Þetta er besta og skemmtilegasta lið sem Pep hefur þjálfað – og af nógu er að taka. Þetta er alveg ruglað gott. Surely eitt besta lið sögunnar?
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 17, 2023
Allur fótboltaheimurinn að treysta á Manchester United stoppi City í að vinna þrennuna pic.twitter.com/itY1EntmSb
— Ólafur Nils Sigurðsson (@olafurns) May 17, 2023
Vinicius Jr er líklega þakklátur fyrir að þurfa ekki spila gegn Kyle Walker í hverri viku. pic.twitter.com/zbOFVIfgRW
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) May 17, 2023
Holding gerði það sem Benzema gat ekki á Etihad pic.twitter.com/gN85Hwa50Y
— JS el johann (@Eljohann4) May 17, 2023