Denise Rocha er vinsæl OnlyFans stjarna og þénar þar vel. Hún er með tilboð í gangi þessa dagana.
Rocha er frá Brasilíu og er fyrrum lögmaður. Hún hefur þó ekki gefið þá iðju upp á bátinn þrátt fyrir að vera mætt á OnlyFans.
Þá er Rocha mikil knattspyrnuáhugakona. Hún fylgist sérstaklega náið með ensku úrvalsdeildinni.
Í tilefni að því að endaspetturinn stendur nú yfir hefur Rocha ákveðið að gefa stuðningsmönnum efstu tveggja liðanna, Manchester City og Arsenal, afslátt.
Liðin hafa barist um Englandsmeistaratitilinn á leiktíðinni en City er nú að hafa betur.
Rocha hefur verið á OnlyFans í um 10 mánuði en hún þénar þegar um 100 þúsund dollara á mánuði.
Þá er hún með þrjár milljónir fylgjenda á Instagram.
Rocha ræddi ferilinn sem lögmaður. „Þvert á það sem aðrir halda þá gaf ég ekki lögmannsferilinn upp á bátinn.
Ég fæ nefnilega yfir 70 fyrirspurnir á dag frá mönnum sem hafa haldið framhjá eiginkonum sínum. Það er talað um að ég sé sérfræðingur á því sviði.“