Liverpool á virkilega góða möguleika á Meistaradeildarsæti eftir mjög öflugan 0-3 sigur á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Curtis Jones var maður kvöldsins en hann skoraði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik. Mo Salah lagði upp bæði mörkin.
Salah lagði svo upp þriðja mark sitt í síðari hálfleik þegar Trent Alexander-Arnold skoraði.
Salah hefði svo sannarlega getað skorað í leiknum en kauði klikkaði á algjöru dauðafæri í stöðunni 3-0.
Færið má sjá hér að neðan.
— Big Chance Missed (@ChanceMissed) May 15, 2023