fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Kjartan rýfur þögnina um atvik gærdagsins – „Þetta var algjört óviljaverk“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason hefur gefið út yfirlýsingu vegna atvika í leik FH gegn Víkingi R. í Bestu deild karla í gær. Var hann talinn heppinn að sleppa við að vera vikið af velli í leiknum.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Víkings en umræðan eftir hann hefur öll snúist um Kjartan.

Meira
Mikil reiði yfir framgöngu Kjartans í Fossvoginum í gær: Fyrrum landsliðsmaður á meðal þeirra sem tjá sig – „Þvílíki andskotans pappakassinn“

Í fyrri hálfleik gaf Kjartan Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot svo hann lá blóðugur eftir. Sparkaði hann einnig í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar.

Voru sérfræðingar Stöðvar 2 Sports til að mynda sammála um það að Kjartan hefði átt að fá að fjúka út af í fyrri hálfleik.

„Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur að þá sé ég mikið eftir þessu „pirrings“ sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað,“ segir Kjartan í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.

Hann tekur þó fyrir að olnbogaskotið á Hansen hafi verið viljaverk, eins og einhverjir hafa haldið fram.

„Það að ég hafi viljandi gefið Niko olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk. Ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli.

Óska Víkingum nær og fjær til hamingju með sigurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning