fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Kjartan rýfur þögnina um atvik gærdagsins – „Þetta var algjört óviljaverk“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. maí 2023 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason hefur gefið út yfirlýsingu vegna atvika í leik FH gegn Víkingi R. í Bestu deild karla í gær. Var hann talinn heppinn að sleppa við að vera vikið af velli í leiknum.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Víkings en umræðan eftir hann hefur öll snúist um Kjartan.

Meira
Mikil reiði yfir framgöngu Kjartans í Fossvoginum í gær: Fyrrum landsliðsmaður á meðal þeirra sem tjá sig – „Þvílíki andskotans pappakassinn“

Í fyrri hálfleik gaf Kjartan Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot svo hann lá blóðugur eftir. Sparkaði hann einnig í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar.

Voru sérfræðingar Stöðvar 2 Sports til að mynda sammála um það að Kjartan hefði átt að fá að fjúka út af í fyrri hálfleik.

„Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur að þá sé ég mikið eftir þessu „pirrings“ sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað,“ segir Kjartan í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.

Hann tekur þó fyrir að olnbogaskotið á Hansen hafi verið viljaverk, eins og einhverjir hafa haldið fram.

„Það að ég hafi viljandi gefið Niko olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk. Ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli.

Óska Víkingum nær og fjær til hamingju með sigurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu