Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.
Víkingur hefur heillað mikið í Bestu deild karla það sem af er og er á toppnum með fullt hús.
„Mér finnst þetta eiginlega eins og byrjunin hjá Breiðabliki í fyrra. Maður horfði á þennan leik á móti ÍBV og maður hafði aldrei trú á öðru en að þeir myndu vinna þetta,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
Víkingur vann nauman sigur á ÍBV í síðustu umferð Bestu deildar karla, þar sem sigurmarkið kom í blálokin og var ansi flott.
„Þetta mark hjá Nikolaj Hansen er ruglað. Þetta er bilað mark að setja á 94. mínútu.
Þetta var eitthvað Henry dæmi,“ segir Andri.
Umræðan í heild er hér að neðan.