fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Salan á Manchester United að þokast nær? – Segja Glazer bræður hafa ákveðið hvaða eiganda þeir vilja

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 08:13

Joel Glazer og Avram Glazer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala Glazer fjölskyldunnar á Manchester United gæti verið að færast nær ef marka má nýjustu fréttir.

Félagið hefur verið á sölu síðan í haust og hafa farið fram nokkrar „umferðir“ þar sem áhugasamir máttu leggja fram tilboð í félagið.

Sir Jim Ratcliffe og Katarinn Sheikh Jassim hafa leitt kapphlaupið um það að eignast United.

Nú segir breska götublaðið The Sun að Ratcliffe sé sá sem Glazer bræðurnir Avram og Joel vilji sjá eignast félagið.

Það er töluverður munur á tilboðum Jassim og Ratcliffe. Jasssim vill eignast allt félagið en Ratcliffe aðeins 50%.

Eignist Ratcliffe félagið myndu Avram og Joel halda sínum hlut í félaginu en aðrir meðlimir Glazer fjölskyldunnar myndu selja sinn hlut. Ratcliffe ætti því stærstan hlut í félaginu.

Þetta hugnast ekki öllum stuðningsmönnum United, enda Glazer fjölskyldan afar óvinsæl á meðal þeirra.

Hæsta tilboðið í United hingað til kom frá Jassim. Það hljóðaði upp á 5 milljarða punda. Glazer bræður telja tilboð Ratcliffe í 50% félagsins þó meira virði, en sjálfir hafa þeir beðið um 6 milljarða punda fyrir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða