fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þetta er ástæða þess að City markið fékk að standa þrátt fyrir að boltinn færi út af

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem sýnir að boltinn fór út af í marki Manchester City gegn Real Madrid í gær hefur farið eins og eldur um sinu en VAR ákvað að láta markið standa.

ESPN greinir frá því að miðilinn hafi fengið útskýringu frá VAR. Ljóst er að boltinn fór út af en VAR segir að nýtt augnablik leiksins hafi verið farið af stað.

Eduardo Camavinga missti boltann þá undir engri pressu. Allt sem gerðist fyrir það atvik er ekki tekið með hjá VAR.

Camavina vann boltann eftir að hann fór út af en missti hann svo.

Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid var brjálaður yfir markinu og sagði að Bernardo Silva hefði misst boltann út af.

Gestirnir frá Englandi stýrðu leiknum í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér álitleg færi.

Það var hins vegar Real Madrid sem skoraði eina mark hálfleiksins með sínu eina skoti. Markið gerði Vinicius Junior með flottu skoti eftir glæsilega skyndisókn heimamanna.

Um miðjan seinni hálfleik jafnaði City með stórkostlegu skoti Kevin De Bruyne. Á þeim tíma höfðu heimamenn verið líklegri en það er ekki að því spurt.

Heimamenn gerðu nokkuð áhlaup að marki gestanna á lokamínútum leiksins. Meira var hins vegar ekki skorað.

Lokatölur 1-1 í Madríd. Fín úrslit fyrir City að fara með aftur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Í gær

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu
433Sport
Í gær

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah