fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Valur missteig sig á heimavelli – Jafnt í Laugardalnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 21:15

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld.

Valur tók á móti Selfossi og tókst ekki að landa sigri.

Markalaust var í fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni kom Bryndís Arna Níelsdóttir heimakonum yfir.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir jafnaði fyrir Selfoss eftir um klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1 á Hlíðarenda.

Valur 1-1 Selfoss
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir
1-1 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Þróttur R. tók þá á móti Stjörnunni í áhugaverðum slag.

Stjarnan leiddi í hálfleik með einu marki gegn engu. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði markið á 40. mínútu.

Sæunn Björnsdóttir jafnaði hins vegar fyrir Þrótt eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik.

Meira var ekki skorað. Lokatölur 1-1.

Þróttur R. 1-1 Stjarnan
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir
1-1 Sæunn Björnsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“