fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

City getur vel við unað eftir jafntefli í spænsku höfuðborginni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. maí 2023 20:56

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Úr varð hörkuleikur.

Gestirnir frá Englandi stýrðu leiknum í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér álitleg færi.

Það var hins vegar Real Madrid sem skoraði eina mark hálfleiksins með sínu eina skoti. Markið gerði Vinicius Junior með flottu skoti eftir glæsilega skyndisókn heimamanna.

Um miðjan seinni hálfleik jafnaði City með stórkostlegu skoti Kevin De Bruyne. Á þeim tíma höfðu heimamenn verið líklegri en það er ekki að því spurt.

Heimamenn gerðu nokkuð áhlaup að marki gestanna á lokamínútum leiksins. Meira var hins vegar ekki skorað.

Lokatölur 1-1 í Madríd. Fín úrslit fyrir City að fara með aftur heim.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast AC Milan og Inter. Fyrri leikurinn fer fram á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum

Besta deildin: Markalaust í Eyjum
433Sport
Í gær

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið