fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Vill ekki tjá sig um stöðu Rúnars hjá KR

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. maí 2023 09:21

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur farið skelfilega af stað í Bestu deild karla. Staða þjálfarans, Rúnars Kristinssonar, er mikið á milli tannanna á fólki. Formaðurinn vill hins vegar ekki tjá sig um hana.

Stórveldið úr Vesturbænum er aðeins með 4 stig eftir fyrstu sex leiki sína í deildinni. Í gær tapaði liðið 5-0 fyrir Val. Það gæti farið svo að liðið verði í fallsæti þegar þessari umferð lýkur í kvöld með fjórum leikjum.

Stöðu Rúnars er því velt upp.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, vildi hins vegar ekki tjá sig um stöðu Rúnars er 433.is leitaði eftir því nú í morgunsárið.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR (fyrir miðju)

Rúnar hefur þjálfað KR síðan 2017, en þar áður var hann með liðið frá 2010 til 2014.

Hefur hann náð frábærum árangri í Vesturbænum, orðið Íslandsmeistari þrisvar og bikarmeistari jafnoft á tíma sínum sem þjálfari.

Undanfarið hefur hins vegar farið að halla undan fæti og er byrjunin á þessari leiktíð, sem fyrr segir, alls ekki nógu góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans

Lögreglan hirti 60 milljóna króna bíl hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dortmund reynir að fá Bellingham

Dortmund reynir að fá Bellingham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Í gær

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United