Mauricio Pochettino er að taka við sem stjóri Chelsea. Ensk blöð segja hann gera kröfu á það að þrjár stöður verða styrktar í sumar.
Pochettino hefur verið í fríi frá fótbolta í heilt ár eftir að PSG rak hann úr starfi.
Ensk blöð segja að Pochettino vilji ólmur fá inn nýjan markvörð í sumar, Kepa Arrizabalaga hefur staðið vaktina í markinu í ár en Edouard Mendy er einnig hjá félaginu. Nýi stjórinn vill styrkja þessa stöðu.
Vitað er að Chelsea þarf að selja leikmenn í sumar til að létta á bókhaldinu eftir mikla eyðslu síðasta árið.
Segir í fréttum að Pochettino vilji einnig fá inn miðjumann og framherja í sumar. Búist er við að Pochettino reyni að kreista eitthvað úr Romelu Lukaku sem er á láni frá Chelsea hjá Inter í dag.