fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Magnaður Stefán Ingi – Hefur skorað mark á 40 mínútna fresti í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. maí 2023 15:30

Mynd/ Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ingi Sigurðarson framherji Breiðabliks hefur verið magnaður í upphafi Bestu deildar karla og skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjunum.

Stefán hefur byrjað tvo leiki en komið í þrígang inn sem varamaður. Stefán hefur skorað mark á 40,1 mínútna fresti.

Stefán verður í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki á Wurth vellinum.

Stefán skoraði gegn HK og Val eftir að hafa komið inn sem varamaður, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik skoraði Stefán svo þrennu.

Stefán Ingi skoraði svo eitt mark í 0-2 sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Stefán er markahæsti leikmaður deildarinnar en þetta er hans fyrsta heila tímabil í Breiðablik.

Hann hafði á undanförnum árum verið á láni hjá Grindavík, ÍBV og HK en hann skoraði 13 mörk í 10 leikjum í Lengjudeildinni fyrir HK á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“