fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Luke Shaw gaf vítaspyrnu í uppbótartíma og bíður Liverpool velkomið í baráttu um Meistaradeildarsætið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 21:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið um færi en aðeins eitt mark þegar Manchester United heimsótti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Antony fékk dauðafæri fyrir United í upphafi leiks en fór illa með það. Bæði lið fengu færi í leiknum.

Í síðari hálfleik var leikurinn ansi jafn en það var ekki fyrr en á 95 mínútu sem Luke Shaw fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Hann stökk upp í skallabolta með höndina uppi og fékk boltann í höndina. Augljós vítaspyrna.

Á punktinn fór Alex Mac Allister og skoraði af öryyggi fram hjá David De gea.

United er með 63 stig í fjórða sæti deildarinnar og er fjórum stigum á undan Liverpool, United á að auki leik til góða en ljóst er að lærisveinar Jurgen Klopp eru komnir í baráttuna. Næsti leikur liðsins er úti gegn West Ham á sunnudag. United vantar níu stig til viðbótar í fimm leikjum til að ná Meistaradeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina