fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Haaland neitaði að svara þessari spurningu í gær – Segir svarið neyðarlegt fyrir sig

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 18:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland neitar að segja frá því hvaða tölvuleik hann er að spila. Hann segir að hann skammist sín fyrir það og vilji ekki segja frá.

Haaland braut markamet ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar hann skoraði sitt 35 deildarmark fyrir City, er þetta hans fyrsta tímabil í deildinni.

„Þetta er sérstakt kvöld og sérstök stund,“ sagði Haaland við Sky Sports eftir leikinn gegn West Ham þar sem norska nautið skoraði eitt mark.

„Ég fer heim og spila tölvuleik, fæ mér mat og fer að sofa. Ég vakna svo og byrja að hugsa um Leeds. Þetta er lífið mitt.“

David Jones hjá Sky Sports gekk þá á Haaland og spurði hvaða leik hann spilaði. „Ég get ekki sagt það, það er of neyðarlegt.“

Jones gekk þá á Haaland og spurði hvort það væri FIFA. „Ég get ekki sagt það,“ sagði sá norski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina