Xabi Alonso þjálfari Bayer Leverkusen er nú efsta nafn á blaði hjá Tottenham fyrir sumarið þegar félagið ætlar að ráða framtíðar stjóra.
Tottenham rak Antonio Conte úr starfi á dögunum og ákvað að láta Christian Stellini, aðstoðarmann hans stýra liðinu.
Ensk blöð velta þessu nú fyrir sér og segja að Alonso gæti leitað í leikmannahóp Leverkusen til að styrkja hópinn, eru Patrik Schick og Jeremie Frimmpong nefndir til sögunnar.
Stellini var rekinn eftir nokkra leiki og Ryan Mason er nú mættur að stýra liðinu út tímabilið.
Alonso hefur vakið mikla athygli fyrir þjálfun sína í Þýskalandi en hann þekkir til Englands eftir langa dvöl sem leikmaður Liverpool.
Alonso hóf þjálfaraferil sinn hjá varaliði Real Sociedad en fór þaðan til Leverkusen þar sem hann hefur vakið athygli.
Svona gæti Tottenham liðið litið út með Alonso.