fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Besta deild karla: Markaflóð fyrir norðan – Framarar með sinn fyrsta sigur

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 20:05

Frá leik í Bestu deild karla. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Bestu deild karla.

Það var markaleikur á Akureyri þegar KA tók á móti FH. Það var hins vegar aðeins eitt mark skorað í fyrri hálfleik og það í blálok hans. Seint í uppbótartíma kom Daníel Hafsteinsson heimamönnum yfir með skallamarki. Var það nokkuð gegn gangi leiksins.

KA kom frábærlega inn í seinni hálfleikinn og tvöfaldaði forskot sitt á 50. mínútu. Hallgrímur Mar Steingrímsson renndi boltanum þá á Pætur Petersen sem skoraði. Önnur stoðsending Hallgríms í leiknum.

Fjörið hélt áfram og tæpum tíu mínútum síðar kom Hörður Ingi Gunnarsson Hafnfirðingum inn í leikinn á ný. Staðan 2-1.

Leikurinn róaðist aðeins þar til Sveinn Margeir Hauksson tvöfaldaði forystu KA á ný. Nokkrum mínútum síðar fékk FH víti og Úlfur Ágúst Björnsson skoraði.

Elfar Árni Aðalsteinsson gerði hins vegar svo gott sem út um leikinn á 88. mínútu með flottu marki. Lokatölur 4-2.

KA er í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig. FH er með stigi minna.

Sterkur sigur Fram

Fram tók á móti ÍBV í Úlfarsárdal. Sverrir Páll Hjaltested kom Eyjamönnum yfir með skalla á 30. mínútu leiksins.

Skömmu síðar fengu Framarar hins vegar víti þegar brotið var á Má Ægissyni innan teigs. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði.

Meira var ekki skorað í fyrri hálfleik og staðan jöfn.

Um miðbik seinni hálfleiks komust heimamenn yfir. Þá átti Fred skot sem fór í Eið Aron Sigurbjörnsson og í netið.

Varamaðurinn Þórir Guðjónsson kom sterkur inn í leikinn fyrir Fram og innsiglaði hann 3-1 sigur á 80. mínútu.

Mikill æsingur myndaðist á milli leikmanna skömmu síðar og endaði hann með því að Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk rautt spjald.

Meira var ekki skorað og loktölur 3-1 fyrir Fram.

ÍBV er í sjöunda sæti með 6 stig eftir fimm leiki. Fram er með 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Í gær

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Í gær

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur