fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Besta deild karla: Markaflóð fyrir norðan – Framarar með sinn fyrsta sigur

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 20:05

Frá leik í Bestu deild karla. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Bestu deild karla.

Það var markaleikur á Akureyri þegar KA tók á móti FH. Það var hins vegar aðeins eitt mark skorað í fyrri hálfleik og það í blálok hans. Seint í uppbótartíma kom Daníel Hafsteinsson heimamönnum yfir með skallamarki. Var það nokkuð gegn gangi leiksins.

KA kom frábærlega inn í seinni hálfleikinn og tvöfaldaði forskot sitt á 50. mínútu. Hallgrímur Mar Steingrímsson renndi boltanum þá á Pætur Petersen sem skoraði. Önnur stoðsending Hallgríms í leiknum.

Fjörið hélt áfram og tæpum tíu mínútum síðar kom Hörður Ingi Gunnarsson Hafnfirðingum inn í leikinn á ný. Staðan 2-1.

Leikurinn róaðist aðeins þar til Sveinn Margeir Hauksson tvöfaldaði forystu KA á ný. Nokkrum mínútum síðar fékk FH víti og Úlfur Ágúst Björnsson skoraði.

Elfar Árni Aðalsteinsson gerði hins vegar svo gott sem út um leikinn á 88. mínútu með flottu marki. Lokatölur 4-2.

KA er í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig. FH er með stigi minna.

Sterkur sigur Fram

Fram tók á móti ÍBV í Úlfarsárdal. Sverrir Páll Hjaltested kom Eyjamönnum yfir með skalla á 30. mínútu leiksins.

Skömmu síðar fengu Framarar hins vegar víti þegar brotið var á Má Ægissyni innan teigs. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði.

Meira var ekki skorað í fyrri hálfleik og staðan jöfn.

Um miðbik seinni hálfleiks komust heimamenn yfir. Þá átti Fred skot sem fór í Eið Aron Sigurbjörnsson og í netið.

Varamaðurinn Þórir Guðjónsson kom sterkur inn í leikinn fyrir Fram og innsiglaði hann 3-1 sigur á 80. mínútu.

Mikill æsingur myndaðist á milli leikmanna skömmu síðar og endaði hann með því að Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk rautt spjald.

Meira var ekki skorað og loktölur 3-1 fyrir Fram.

ÍBV er í sjöunda sæti með 6 stig eftir fimm leiki. Fram er með 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja

Tvær af betri leikmönnum Vals síðustu ár framlengja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“

Eiður Smári blandar sér í heita umræðu á Englandi – „Það má líka gefa þeim mikið hrós“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sú besta framlengir við Blika

Sú besta framlengir við Blika
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning

Þrjú stórlið á Englandi fylgjast með – Verður til sölu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Kókaín Coote rekinn úr starfi

Kókaín Coote rekinn úr starfi
433Sport
Í gær

Sonur stórstjörnurnar birti myndband af heimili þeirra – Vekur gríðarlega athygli

Sonur stórstjörnurnar birti myndband af heimili þeirra – Vekur gríðarlega athygli