Marco Rose, stjóri RB Leipzig, hefur staðfest það að sóknarmaðurinn öflugi Christopher Nkunku sé á leið til Chelsea.
Nkunku var hetja Leipzig á laugardag er liðið mætti Hoffenheim og skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri á Hoffenheim.
Í fyrra var greint frá því að Nkunku væri á leið til Chelsea en engin staðfestin hefur þó borist hingað til.
Rose varð í gær sá fyrsti til að staðfesta brottför Frakkans sem gengur í raðir Chelsea eftir tímabilið.
Nkunku hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður Leipzig en hann getur leyst margar stöður í sókninni.
,,Þetta sigurmark ætti að gefa honum smá auka kraft fyrir síðustu vikurnar – síðustu vikurnar sem hann verður með okkur,“ sagði Rose.