fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Fyrrum framkvæmdastjóri tjáir sig um furðulegan launakostnað í Vesturbæ – „Vona að það sé þannig frekar en að þeir séu að borga svart“

433
Mánudaginn 1. maí 2023 15:00

Jóhann Már Helgason, viðskiptafræðingur og sparkspekingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Launakostnaður liða í Bestu deild karla var birtur í skýrslu Deloitte og KSÍ fyrir helgi. Þar kom í ljós að Valur greiðir mestan launakostnað til leikmanna, eða 209 milljónir króna árið 2022. Þetta var tekið fyrir í Dr Football og þar vakti launakostnaður KR sérstaklega athygli.

Launakostnaður KR var nefnilega aðeins 61 milljón samkvæmt skýrslu Deloitte en samkvæmt ársreikningi KR var launakostnaður um 149 milljónir.

„Við vitum að þetta er bull, ég sé þetta hjá KR að þetta eru 150 milljónir,“ sagði Hjörvar Hafliðason sérfræðingur um málið og vitnaði þar um ársskýrslu KR.

Jóhann Már Helgason fyrrum framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals var gestur í þættinum og fór yfir málið.

„Ég henti mér inn á vef KR og fletti upp leikmannalistanum frá 2022, ég sló inn það sem ég held að þeir séu sirka á. Ég reyndi að hafa tölurnar í lægri kantinum, þetta eru 20 leikmenn. Ég lenti þessu á 120 milljónum og það eru lægri mörkin. Ég er ekki með þjálfarateymið,“ sagði Jóhann og taldi 149 milljónir vera réttu töluna.

Bent var á að mögulega væru fyrirtæki út í bæ að borga hluta af launum hjá leikmönnum KR. „Ég ætla að vona að það sé þannig frekar en að þeir séu að borga svart. Það vantar eitthvað þarna upp á,“ sagði Jóhann og vitnaði í skýrslu Deloitte.

Hjörvar segir að 149 milljónir sé rétta talan. „Kristján Flóki er á einum besta samningum í efstu deild,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið

Tobias Thomsen vill fara frá Breiðablik og halda heim á leið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Í gær

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Í gær

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“