Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, væri til í að fá ‘gamla’ Pogba aftur sem er ekki í boði þessa stundina.
Allegri þjálfaði Pogba hjá Juventus á sínum tíma áður en leikmaðurinn hélt til Manchester United en sneri aftur í sumar.
Pogba hefur ekkert spilað hingað til fyrir utan 74 mínútur en meiðsli hafa sett ansi stórt stril í reikninginn.
Allegri áttar sig á því að leikmaðurinn sé ekki sá sami í dag en vonar að staðan verði betri í framtíðinni.
,,Pogba hefur ekkert gert í eitt ár og hann er ekki í sínu besta standi til að spila leikinn. Ég væri til í að fá þann Pogba sem ég þjálfaði fyrst aftur,“ sagði Allegri.
,,Það er því miður ekki staðan að svo stöddu. Yfirleitt þá er leikmaðurinn lengur frá því lengur sem það tekur fyrir hann að jafna sig.“