Liverpool 4 – 3 Tottenham
1-0 Curtis Jones(‘3)
2-0 Luis Diaz(‘5)
3-0 Mo Salah(’15, víti)
3-1 Harry Kane(’40)
3-2 Heung-Min Son(’77)
4-2 Diogo Jota(’90)
4-3 Richarlison(’90)
Síðasti leikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni var gríðarleg skemmtun en leikið var á Anfield.
Tottenham kom í heimsókn og leit út í byrjun að heimamenn ætluðu að kjöldraga þá hvítklæddu.
Staðan var orðin 3-0 fyrir Liverpool eftir aðeins 15 mínútur en fyrir lok fyrri hálfleiks lagaði Harry Kane stöðuna.
Heung-Min Son gerði leikinn svo afar spennandi er 13 mínútur voru eftir minnkaði muninn í aðeins eitt mark.
Diogo Jota skoraði hins vegar næsta markið fyrir Liverpool áður en Richarlison kom knettinum í netið fyrir gestina.
Lokatölur 4-3 fyrir Liverpool sem er sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.