fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Gæti óvænt farið frá Arsenal til Manchester City

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. apríl 2023 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru miklar líkur á að Kieran Tierney yfirgefi Arsenal í sumar. Samkvæmt Footbal Insider gæti hann gengið til liðs við Manchester City.

Tierney gekk í raðir Arsenal 2019 frá skoska stórliðinu Celtic og var framan af lykilmaður hjá félaginu. Oleksandr Zinchenko er hins vegar fyrsti vinsti bakvörður Arsenal en Tierney vill vera í stærra hlutverki.

Sjálfur er Tierney sagður til í að fara frá Arsenal og því aðeins spurning um það hvert hann fer.

City hefur áhuga. Liðið keppir við Arsenal um Englandsmeistaratitilinn á þessari leiktíð. Svo virðist sem ríkjandi meistararnir í City ætli að hafa betur eftir 4-1 sigur á Arsenal í vikunni.

Þá hefur Newcastle einnig áhuga á Tierney. Það eru fínar líkur á að félagið geti boðið skoska bakverðinum upp á Meistaradeildarfótbolta eftir frábært tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar