Marco Reus hefur framlengt samning sinn við Borussia Dortmund um eitt ár.
Samningur hans var að renna út í sumar en ljóst er að kappinn verður áfram.
Reus er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2012. Hann er fyrirliði og goðsögn innan félagsins.
Reus hefur reynst drjúgur fyrir Dortmund í gegnum tíðina og spilað hátt í 400 leiki fyrir félagið.
Þá á Reus að baki 48 A-landsleiki fyrir Þýskaland, þar sem hann hefur skorað 15 mörk.
Dortmund er í hörkubaráttu við Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið er með eins stigs forskot þegar fimm umferðir eru eftir.
For our club 🖤
For our city 💛
He stays! pic.twitter.com/uYfWDAh6nx— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 27, 2023