fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Mögulega þarf að færa eða fresta stórleik FH og KR – „Það er í skoðun akkúrat núna“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stendur ansi tæpt að leikur FH og KR í Bestu deild karla geti farið fram í Kaplakarika á föstudag eins og málin standa í dag.

FH-ingar eru að fara yfir heimavöll sinn en næturfrost og spá næstu daga gæti orðið til þess að leiknum yrði hreinlega frestað.

FH mætti Stjörnunni á heimavelli á dögunum en leikurinn var spilaður á æfingavelli félagsins, þótti mörgum aðstæður ekki boðlegar þar fyrir leik í efstu deild. Möguleiki er á að leikurinn við KR fari fram þar.

video
play-sharp-fill

FH og KR eiga að mætast í Kaplakrika á föstudag klukkan 18:00 en verið er að fara yfir völlinn áður en næstu skref verða skoðuð.

„Það er í skoðun akkúrat núna, eins og með alla aðra grasvelli á landinu þá er þetta tæpt. Það er bara verið að meta hvað er hægt að gera í þessu,“ sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH þegar dregið var í bikarnum í dag. FH mætir Gróttu á heimavelli í maí.

Eins og fyrr segir er spáin fyrir næstu daga ekki hagstæð fyrir grasvelli landsins. „Það var ekki annað fyrirséð en að þessi leikur færi fram á aðalvellinum en tíðin hefur verið ansi svöl síðustu daga og verður áfram. Það hefur hægst á sprettunni,“ segir Sigurvin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur

Svona er landsliðshópurinn – Glódís snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
Hide picture