Harry Kane framherji Tottenham þarf að berja í borð hjá Tottenham ef Manchester United á að láta til skara skríða. Sky Sports heldur þessu fram.
United hefur mikinn áhuga á að fá Kane frá Tottenham í sumar en óttast það Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham verði erfiður. Sky segir að United vilji að Kane verði með þeim í liði að losna frá Tottenham til að þetta gangi upp.
Levy er harður í horn að taka þegar kemur að samningaborðinu og segir Telegraph að United muni bakka fljótt út ef Levy vill ekki selja.
Erik ten Hag leggur mesta áherslu á það í sumar að fá inn framherja sem hann treystir.
Kane á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og segir Telgraph afar ólíklegt að hann vilji skrifa undir nýjan samning í sumar, ástandið hjá Tottenham sé slíkt.
Telegraph segir að Levy sé mögulega klár í að selja Kane á 80 milljónir punda ef hann fer frá Englandi en verðmiðinn verði í kringum 100 milljónir punda fari hann til liðs á Englandi.