fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fullyrða að þetta séu launin sem Kane verði boðin á Old Trafford – United setur upp áætlun til að dæmið geti gengið upp

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 07:51

Harry Kane / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United virðist ætla að gera tilraun til að fá Harry Kane til liðs við sig frá Tottenham í sumar. Félagið stefnir einnig á að hækka laun stjörnu sinnar, Marcus Rashford, og hefur sett upp áætlun til að hægt verði að gera þá tvo að launahæstu mönnum félagsins.

Í gær sagði hið virta blað Telegraph frá því að United hafi tekið fyrsta skrefið í átt að því að reyna að fá Harry Kane framherja Tottenham til félagsins í sumar.

Telegraph sagði þó að United sé mjög meðvitað um það að það geti verið ógjörningur að eiga við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, sem er ansi harður í horn að taka í samningsviðræðum. Munu Rauðu djöflarnir hætta við ef of erfitt reynist að semja við Levy.

Kane á hins vegar aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham og félagið því ekki í mjög sterkri stöðu. Ólíklegt þykir að enski framherjinn skrifi undir nýjan samning miðað við stöðuna á Tottenham sem stendur.

Levy vill 100 milljónir punda fyrir Kane ef hann verður keyptur til félags innan Englands.

Nú segir The Sun að United hafi sett af stað áætlun um að fá Kane í sumar og einnig hækka laun Rashford. Sá síðarnefndi á aðeins ár eftir af samningi sínum á Old Trafford og hefur verið hvað besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Vill United bjóða honum launahækkun, úr 200 þúsund pundum á viku í 300 þúsund.

Þá vill félagið geta boðið Kane sömu laun ef hann mætir. Auk þess myndu þeir báðir fá aukagreiðslur tengdar markaskorun.

Til þess að þetta gangi upp þarf að skera niður annars staðar. Sem stendur er David De Gea til að mynda launahæsti leikmaður félagsins með 375 þúsund pund á viku. Samningur hans er hins vegar að renna út.

United ætlar ekki að bjóða honum meira en 200 þúsund pund í nýjum samningi. Myndar það að einhverjum hluta pláss í bókhaldinu til að hækka laun annarra leikmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Í gær

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Í gær

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann