fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stuðningsmenn Manchester United brjálaðir út í Casemiro fyrir að gera þetta eftir leik í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 09:00

Casemiro brosti að leikslokum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United eru allt annað en sáttir með Casemiro eftir tap liðsins gegn Sevilla í Evrópudeildinni í gær.

United féll úr leik í Evrópudeildinni í gær af hendi Sevilla. Fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum lauk með 2-2 jafntefli í Manchester en Spánverjarnir unnu heimaleik sinn í gær 3-0.

Casemiro átti skelfilegan leik, líkt og nokkrir aðrir í liði United.

Stuðningsmenn United urðu svo brjálaðir þar sem Casemiro var skælbrosandi úti á velli eftir tapið í gær.

„Af hverju í andskotanum er Casemiro brosandi? Það er ekkert til að brosa yfir,“ skrifar einn stuðningsmaður,

Margar aðrar færslur eru á þennan veg en sumir ganga mun lengra og segja jafnvel að taka eigi Casemiro úr liðinu.

Brasilíski miðjumaðurinn gekk í raðir United frá Real Madrid fyrir þessa leiktíð og hefur heillað þó svo að frammistaðan í gær hafi ekki verið upp á marga fiska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona