fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Grétar Rafn fær enn meiri ábyrgð hjá Tottenham – Yfirmaður hans sagði af sér vegna hneykslis

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 14:30

Grétar Rafn á blaðamannafundi / Ernir/Torg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Rafn Steinsson hefur fengið meiri ábyrgð hjá Tottenham eftir að Fabio Paratici sagði starfi sínu lausu sem yfirmaður knattspyrnumála. Daily Mail fjallar um málið.

Paratici hefur verið dæmdur í 30 mánaða bann fyrir að aðstoða Juventus fyrir að falsa bókhaldið sitt.

Paratici réð Grétar Rafn til starfa síðasta sumar og hefur Grétar Rafn verið hans hægri hönd, nú tímabundið tekur hann yfir starf hans á meðan Tottenham skoðar stöðuna.

Grétar Rafn starfaði áður hjá Everton og Fleetwood Town og hefur fengið mikið lof fyrir starfið sitt.

Paratici hafði ætlað að halda áfram starfi sínu en bannið sem fyrst átti aðeins að gilda á Ítalíu en gildir nú út um allan heim. Er honum meinuð þáttaka frá öllu fótboltastarfi.

Grétar Rafn átti afar farsælan feril sem leikmaður bæði í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona