fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Brosir út að eyrum í fjarlægu landi þrátt fyrir fréttir af persónulegu gjaldþroti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. apríl 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wes Brown fyrrum varnarmaður Manchester United hefur tekið fréttum af gjaldþroti með ró og brosir út að eyrum í Síle.

Brown er þar í vinnuferð fyrir United en hann og Diego Forlan fyrrum framherji félagsins blanda geði við stuðningsmenn.

Brown er 43 ára gamall og lék fyrir aðallið Manchester United í fimmtán ár á knattspyrnuferli sínum.

Varnarmaðurinn var til að mynda hluti af gullaldarliði Sir Alex Ferguson. Brown þénaði lengi vel því sem nemur 8,5 milljónum íslenskra króna á viku Old Trafford.

Nú hefur hann hins vegar verið úrskurðaður gjaldþrota fyrir rétti. Brown lék alls 362 leiki fyrir United og náði frábærum árangri. Kappinn er með fimm Englandsmeistaratitla, tvo Evrópumeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarbikarmeistaratitla á bakinu.

Þá á Brown að baki 23 A-landsleiki fyrir Englands hönd. Brown er sagður hafa átt erfitt frá því hann skildi við eiginkonu sína til þrettán ára í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning