fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Sigur City aldrei í hættu – Markasúpa á Ítalíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2023 21:03

City fer í undanúrslit. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst hvaða lið taka þátt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að 8-liða úrslitum lauk í kvöld.

Bayern Munchen tók á móti Manchester City og þurfti að vinna upp þriggja marka forskot.

Erling Braut Haaland fékk tækifæri til að gera út um einvígið á 38. mínútu en þá skaut hann yfir úr vítaspyrnu. Hún hafði verið dæmd þar sem Dayot Upamecano fékk boltann í olnbogann innan teigs.

Markalaust var í hálfleik en það var ljóst að sigur City var aldrei í nokkurri hættu.

Haaland skoraði á 57. mínútu með flottri afgreiðslu.

Þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks fékk Bayern vítaspyrnu. Joshua Kimmich fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þetta var hins vegar of lítið of seint.

Bayern Munchen 1-1 Manchester City (1-4)
0-1 Haaland 57′
1-1 Kimmich 83′

Lautaro Martinez skoraði í kvöld. Getty

Inter leiddi 2-0 eftir fyrri leikinn við Benfica og var sigurinn ekki í hættu í kvöld.

Nicolo Barella kom þeim yfir á 14. mínútu áður en Fredrik Aursnes jafnaði fyrir Benfica seint í fyrri hálfleik.

Lautaro Martinez og Joaquin Correa komu Inter í 3-1. Benfica jafnaði en tapaði samanlagt 5-3.

Inter 3-3 Benfica (5-3)
1-0 Nicolo Barella 14′
1-1 Fredrik Aursnes 38′
2-1 Lautaro Martinez 65′
3-1 Joaquin Correa 78′
3-2 Antonio Silva 86′
3-3 Petar Musa 90+5′

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita

Voru leikmenn að reyna að láta reka Ange? – Roy Keane kallar þá fávita