fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hurðin standi galopin fyrir Gylfa Þór – „Ég vorkenndi honum mikið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 13:42

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide ,nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag. Hann var spurður út í málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar .

Hareide tók við starfinu á föstudag, en sama dag var tilkynnt að Gylfi væri laus allra mála.

„Í fyrsta lagi er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég vorkenndi honum mikið. Ég hef hitt hann og hann er góður náungi, frábær fótboltamaður,“ sagði Hareide um Gylfa í dag.

Hareide segir að ef Gylfi finnur sitt gamla form eigi hann góðan möguleika á að snúa aftur í íslenska landsliðið.

„Hann verður að ákveða hvort hann vilji spila fótbolta aftur. Ef hann gerir það verður hann í mínum plönum.“

„Þetta hafa verið tvö ár af helvíti fyrir hann,“ sagði Hareide að lokum um stöðu Gylfa.

Fyrsta verkefni Hareide með Ísland verður í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur