fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hareide vill ekki spila vináttuleikinn við Mexíkó fyrir leikina í undankeppninni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ er að vinna að því að færa landsleik Íslands og Mexíkó sem fyrirhugaður var þann 11. júní, sex dögum fyrir mikilvægan landsleik gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024.

Åge Hareide er tekinn við íslenska karlalandsliðinu og verða hans fyrstu leikir 17. júní gegn Slóvakíu og 20. júní gegn Portúgal. Báðir eru leikirnir liður í undankeppni EM 2024, þar sem Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Ísland átti að leika við Mexíkó ytra þann 11. júní en ólíklegt er að leikurinn verði þá.

„Hann er ekki af borðinu en við erum að skoða aðra möguleika, að færa þá dagsetningu þannig hann sé ekki að trufla undirbúning fyrir Slóvakíu. Við erum í góðum samskiptum við Mexíkó svo það lítur ágætlega út. Hann (Hareide) vildi að Slóvakía yrði fyrsti leikurinn,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, við 433.is fyrr í dag.

Hareide sjálfur ræddi einnig við 433.is og útskýrði af hverju hann vill ekki spila við Mexíkó þann 11. júní.

„Mér hugnast ekki að ferðast til Mexíkó, í gegnum önnur tímabelti og koma aftur hingað og spila. Ég tel að það sé betra að vera hér heima, æfa og vera viss um hvað við viljum gera.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
Hide picture