fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hareide boðar stór tíðindi á fyrsta fundi – Albert verði valinn í næsta hóp

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 13:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson verður í næsta landsliðshópi Íslands.

Þetta sagði Age Hareide, nýr landsliðsþjálfari, á sínum fyrsta blaðamannafundi í starfi í dag.

„Ég hef séð hann spila fyrir AZ Alkmaar og Genoa. Hann er góður leikmaður. Hann verður í leikmannahópnum,“ sagði Hareide.

Þetta eru ansi stór tíðindi. Albert hefur engan veginn verið í áætlunum landsliðsins undanfarið undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

Arnar var óánægður með hugarfar Alberts og taldi hann ekki róa í sömu átt og íslenska liðið. Olli deila þeirra miklu fjaðrafoki.

Nú virðist staða hans gjörbreytt, ef tekið er mið af ummælum Hareide.

Albert er leikmaður ítalska félagsins Genoa. Þar hefur hann heillað. Nú fær hann tækifæri til að láta ljós sitt skína í íslenska landsliðsbúningnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona