fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Åge Hareide sáttur með að vera mættur til starfa – „Gott samstarfsfólk og allir vilja það besta fyrir íslenska landsliðið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2023 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide er himinlifandi með að vera tekinn við íslenska karlalandsliðinu. Hann sat fyrir svörum í fyrsta sinn hér á landi í dag.

„Það er gott að vera hér. Fólkið hér í sambandinu er vinalegt. Þetta er gott samstarfsfólk og allir vilja það besta fyrir íslenska landsliðið,“ segir Hareide í samtali við 433.is.

Hareide var hættur í þjálfun en boðið frá Íslandi heillaði hann.

„Símtalið fékk mig til að vilja snúa aftur. Ég sakna þessarar tegundar af fótbolta. Þú hefur nægan tíma til að plana leiki og þess háttar.“

Hareide segir að skipulag sé besta leiðin til að ná árangri með íslenska landsliðið.

„Ég er ekki að segja að liðið hafi verið óskipulagt en það þarf að vera skipulagt þannig að öllum líði vel með sitt hlutverk. Það þarf að vera skipulagður varnarlega en líka fram á við. Hvernig við ætlum að spila þegar við vinnum boltann og þess háttar.“

Fyrsti leikur Hareide með landsliðið verður gegn Slóvakíu 17. júní í undankeppni EM 2024. Þremur dögum síðar er leikur gegn Portúgal. Ísland er með þrjú stig í riðlinum eftir tap gegn Bosníu og sigur gegn Liechtenstein.

„Ef við vinnum (gegn Slóvakíu) setjum við okkur í góða stöðu. Jafntefli myndi þýða að við yrðum enn í fínni stöðu. Stigin á milli þessara þriggja liða (Íslands, Bosníu og Slóvakíu) mun líklega segja til um hver fer áfram og hver fer í umspilið.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss

Minningarsjóður Egils Hrafns styrkir Fylki og Selfoss
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr

Hafa engan áhuga á að sleppa Trent fyrr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
Hide picture