fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Sjáðu gjörsamlega kostuleg viðbrögð Jurgen Klopp við varnarleik Darwin í kvöld

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 21:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool slátraði Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, Mo Salah og Diogo Jota skoruðu báðir tvö mörk í leiknum.

Leeds er í tómum vandræðum og falldraugurinn vakir yfir Elland Road, eftir að hafa tapað 1-6 í kvöld er útlitið ekki bjart.

Cody Gakpo kom Liverpool í 1-0 áður en Mo Salah kom Liverpool í 2-0. Með markinu hafði Salah skorað 106 mörk með vinstri fæti í ensku deildinni, sem er met.

Luis Sinisterra kom gestunum inn í leikinn í upphafi fyrri hálfleik en Ibrahima Konate gerði þá far slæm mistök í vörninni.

Stuðningsmenn Leeds fengu von en hún lifði ekki lengi því Diogo Jota kom Liverpool í 3-1 og skömmu síðar skoraði Mo Salah sitt annað mark.

Diogo Jota bætti svo við fimmta markinu en hann hafði ekki skorað í eitt ár í ensku úrvalsdeildinni fyrir kvöldið. Darwin Nunez sem kom inn sem varamaður bætti við sjötta markinu og innsiglaði frábæran sigur Liverpool.

Markið frá Nunez var ekki það sem gladdi Jurgen Klopp mest við leik hans heldur pressan hans og hvernig hann vann boltann aftur.

Atvikið er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu

Verið að rifta samningi Aubameyang í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk

KSÍ myndi þiggja fleiri hendur á dekk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA
433Sport
Í gær

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar