fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Nýr landsliðsþjálfari tjáir sig um Gylfa Þór og hugsanlega endurkomu – „Endaði í hræðilegri stöðu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 08:21

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Age Hareide, var spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson og hugsanlega endurkomu hans í íslenska landsliðið í viðtali við norska fjölmiðla.

Hareide var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir helgi, sama dag og í ljós kom að Gylfi væri laus allra mála.

Norska blaðið Dagbladet spurði Hareide hvort hann hafi íhugað hvernig hann ætli að snúa sér varðandi Gylfa.

„Ég hef ekki gert það eins og er. Hann hefur ekki spilað lengi. Hann var mögulega besti leikmaður sem Ísland átti en endaði í hræðilegri stöðu. Vonandi reimar hann aftur á sig takkaskóna. Öll lið gætu nýtt sér hæfileika hans,“ sagði Hareide.

„Ég veit mjög lítið um málið svo ég vil skoða það nánar áður en ég tjái mig frekar.“

Getty

Hareide var einnig spurður út í möguleika Íslands í undankeppninni.

„Ég tel okkur eiga fína möguleika. Við erum að berjast við Slóvakíu og Bosníu. Þetta snýst um leikina gegn þeim. Portúgal er líklegast en kannski getum við strítt þeim á Íslandi.“

Hareide hlakkar til nýja starfsins og að vinna með íslenskum leikmönnum á ný, en hann hefur þjálfað menn eins og Kára Árnason og Hólmar Örn Eyjólfsson í félagsliðaboltanum.

„Ég hef þjálfað nokkra Íslendinga. Þeir leggja hart að sér og eru með gott hugarfar. Ég veit að þeir hafa það sem þarf til að ná langt á stóra sviðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður