fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Einn sá besti orðaður við brottför í sumar: Vill vinna áfram í London – ,,Ég þekki hversu mikilvægur hann er“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. apríl 2023 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N’Golo Kante, leikmaður Chelsea, er orðaður við brottför frá félaginu er samningi hans lýkur í sumar.

Franska blaðið L’Equipe fjallaði um stöðu Kante í vikunni þar sem tekið er fram að félög hafi sýnt honum áhuga í janúar.

Kante má fara frítt í sumar ef Chelsea nær ekki að semja en Frank Lampard, stjóri Chelsea, vonar innilega að hann fari ekki annað.

,,N’Golo vill halda ferlinum áfram í London þar sem hann lifir sínu lífi,“ kemur fram í frétt L’Equipe.

,,Hann elskaði að vinna undir Antonio Conte en hann var rekinn frá Tottenham. Arsenal sýndi einnig áhuga. Við búumst við að hann skrifi undir nýjan samning við Chelsea áður en hann heldur annað.“

Lampard hefur nú svarað þeim ummælum sem birtust í blaðinu.

,,Ég hef unnið með N’golo áður og hann er stórkostlegur leikmaður. Hann er einn sá besti sem ég hef unnið með.“

,,Ég þekki hversu mikilvægur hann er því á mínu fyrsta tímabili var hann lengi frá vegna meiðsla og fundum fyrir því.“

,,Hann er klárlega einn af bestu miðjumönnum heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona