fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Vanda himinlifandi með nýjan landsliðsþjálfara – Segir ekkert til í sögusögnum um Coppell

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. apríl 2023 15:49

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líst alveg rosalega vel á þennan þjálfara. Ég held að allir sem hafi skoðað hans feril og hvað hann hefur gert sem þjálfari séu sammála mér um það að við höfum dottið í lukkupottinn með þessari ráðningu,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ um ráðninguna á Age Hareide í dag, en hann er tekinn við íslenska karlalandsliðinu.

Norðmaðurinn gerði samning út undankeppni EM 2024 en verður sá samningur framlengdur ef Ísland kemst í lokakeppnina.

Viðræðurnar gengu hratt fyrir sig að sögn Vöndu. „Við höfðum mikinn áhuga og hann einnig svo þetta gekk hratt fyrir sig.

Hann var búinn að skoða landsleiki og mjög áhugasamur.“

Það fóru engar alvöru viðræður fram við aðra þjálfara að sögn Vöndu. Nöfn Rúnars Kristinssonar og Steve Coppell hafa verið í umræðunni.

„Hann var sá þjálfari sem okkur langaði mest til að ráða svo það fóru engar viðræður í gang fyrir alvöru nema bara hann.

Varðandi Steve Coppell var hann aldrei á blaði. Þó ég beri mikla virðingu fyrir íslenskum þjálfurum þá vorum við að þessu sinni að leita að þjálfara með alþjóðlega reynslu. Þar af leiðandi beindum við sjónum okkar þangað.“

Ekki er útséð með það hverjir verða í teymi Hareide. Sem stendur er það þó óbreytt og Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari.

„Þeir eru allir enn að störfum og við erum að skoða það. Þjálfararnir ráða auðvitað sínu teymi.“

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt
Hide picture