fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Þessi sátu fundinn þegar ákveðið var að reka Arnar Þór – Tók 40 mínútur en lítið er gefið upp

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30 mars sat stjórn KSÍ 40 mínútna aukafund þar sem ákveðið var að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. Fundurinn tók aðeins 40 mínútur, ekki var einhugur í stjórn með þessa ákvörðun þó samdóma álit hafi verið um vonbrigðin með frammistöðu liðsins í Bosníu.

Nú 14 dögum eftir að fundur stjórnar fór fram hefur KSÍ birt fundargerðina. Ekki kemur neitt fram um þær umræður sem fóru fram.

Fyrsti fundur stjórnar fór fram degi áður og þar kemur fram að fólk hafi ekki verið sátt með tapið í Bosníu í undankeppni Evrópumótsins.

„Rætt var ítarlega um stöðu A landsliðs karla og var það samdóma álit stjórnar að síðasti landsliðsgluggi hafi verið vonbrigði,“ segir í fundargerð sem Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ ritaði.

„Ljóst er að trú á þá vegferð sem liðið er á hefur dvínað og ákveðið að ræða málið nánar á framhaldsfundi daginn eftir.“

Getty Images

Aukafundurinn hófst 13:00 þann 30 mars og 40 mínútum síðar var búið að ákveða að reka Arnar Þór. Samkvæmt öruggum heimildum 433.is var ekki einhugur innan stjórnar að reka Arnar þór en sjö af tíu úr stjórninni vildi taka þá ákvörðun.

Þessi sama stjórn leitar nú að eftirmanni Arnars en vonir standa til um að ráða þjálfarann á næstu vikum. Erlendir þjálfarar eru orðaðir við starfið en Steve Coppell fyrrum þjálfari Reading og Age Hareide fyrrum þjálfari Danmörku eru nefndir til sögunnar.

Þessi sátu fundinn þar sem Arnar var rekinn:
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Sigfús Ásgeir Kárason varaformaður, Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Ívar Ingimarsson, Orri Hlöðversson, Pálmi Haraldsson, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson

Fundargerðina má nálgast hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag