fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Chilwell fékk rautt en annar leikmaður fær það óþvegið á samfélagsmiðlum – Verstu kaup sögunnar?

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Chelsea tóku Marc Cucurella af lífi á samfélagsmiðlum eftir tap liðsins gegn Real Madrid í gær.

Liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid vann 2-0 sigur.

Chelsea var manni færri frá 59. mínútu þegar Ben Chilwell fékk beint rautt spjald. Þá braut hann af sér sem aftasti maður.

Það er þó Cucurella sem fær aðallega að heyra það frá stuðningsmönnum Chelsea. Það er vegna þess að hann kláraði ekki að elta manninn sinn, Rodrygo, sem varð til þess að Chilwell greip til örþrifaráða.

Cucurella hefur ekki beint heillað í búningi Chelsea frá því hann var keyptur frá Brighton á um 60 milljónir punda.

Einhverjir stuðningsmenn ganga svo langt að kalla hann ein verstu kaup í sögu félagsins.

Sitt sýnist hverjum, atvikið er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina