fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Chelsea búið að bjóða Nagelsmann til fundar í London

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 20:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julian Nagelsmann fyrrum stjóri FC Bayern hefur fengið boð frá Chelsea um að koma til fundar við félagið og ræða mögulegt samstarf.

Chelsea leitar að framtíðar stjóra sínum og hefur fundað með Luis Enrique fyrrum þjálfara Spánar og Barcelona.

Nagelsmann var rekinn frá Bayern á dögunum og hefur Chelsea áhuga á að funda með honum.

Bild segir að Chelsea sé búið að setja sig í samband við Nagelsmann og nú sé beðið eftir svari frá honum.

Chelsea ákvað að ráða Frank Lampard til starfa út tímabilið og taka sér góðan tíma í að reyna að finna réttan mann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina