fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Bjóða Nagelsmann á fund sinn í London – Á að kynna sig og sínar hugmyndir

433
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 14:30

Julian Nagelsmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur boðið Julian Nagelsmann á fund félagsins, þar sem stjórnin ætlar að leyfa honum að kynna sig og sínar hugmyndir fyrir þeim.

Þýska blaðið Bild segir frá þessu.

Nagelsmann, sem er aðeins 35 ára gamall, var rekinn frá Bayern Munchen á dögunum og tók Thomas Tuchel, sem er einmitt fyrrum stjóri Chelsea, við í Bæjaralandi.

Chelsea rak þá Graham Potter á dögunum. Frank Lampard tók við á nýjan leik en aðeins út þessa leiktíð. Lundúnafélagið leitar því að knattspyrnustjóra til frambúðar.

Þar gæti Nagelsmann reynst lausnin. Christopher Vivell, sem starfaði með Nagelsmann hjá RB Leipzig, er tæknilegur ráðgjáfi hjá Chelsea og gæti það hjálpað til við að fá hann á Stamford Bridge.

Auk Bayern Munchen og Leipzig hefur Nagelsmann stýrt Hoffenheim á ferli sínum í þjálfun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli
433Sport
Í gær

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu
433Sport
Í gær

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki

Bendtner nefnir eina liðsfélagann á ferlinum sem hann þoldi ekki
433Sport
Í gær

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“